Shared mailbox Exchange 2013

Hvurn fjandann gerir maður þegar það er ekkert í exchange ecp sem gerir manni kleift að búa til sameiginlegt pósthólf.
Maður fer þá auðvitað fjallabak í þessu:

  1. Stofna notanda í AD (læsa á lykilorðabreytingu)
  2. Búa til netfang í exchange ecp
  3. Breyta user netfanginu í shared netfang í ems
  4. Get-Mailbox -Identity notandi@innanhusslen.local | Set-Mailbox -Type Shared

KIOSK mode fyrir ávextina

Að er sem sagt hægt að nota ipad sem kiosk… stimpilklukka og svoleiðis
til að þetta sé mögulegt þarf auðvitaða að afvirkja home takkann sem hægt er að gera með því að installa þessari config skráAppLock

En gerið ykkur samt strax grein fyrir að það er smá vesen að eyða þessu út aftur, og það þarf sérstakt app/forrit til að framkvæma það sem heitir “iPhone Configuration Utility”

 

 

Direct Access : IPv6 is disabled. Contact your admin for help

Þetta virkaði pínu eins og eitthvert rugl, þegar ég var búinn að leita á öllum mögulegum netkortum og búinn að staðfesta að IPV6 væri kveikt.
Þar sem þetta er einungis einn notandi sem hagar sér svona þá fannst mér líklegast að þetta lægi í viðkomandi vél og hvað er betra heldur en annað að fela skrýtnar bilanir/tilvísanir auðvitað registy-ið.
Þá var bara að finna út hvernig maður óvirkjar IPV6 með regedit og það tók ekki langan tíma:

\HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\TCPIP6\Parameters”

Undir þessum lykli á að finnast DWORD lykill sem heitir DisabledComponents  til að ekkert sé óvirkjað í IPV6 þá þarf hann að innihalda 0.
Og að sjálfsögðu þarf restart eftir aðgerðina.