Yfirfæra Exchange til 365

Skref 1, Afritaðu SAS URL og náðu í Azure storage explorer

Fyrsta skrefið er að sækja “Azure Storage Explorer” … ekki láta plata þig í Azure Azcopy🙂 það mun minna vesen að nota Azure Storage explorer til að upphala .pst skránum í Azure gagnageymsluna, Það þarf svo að sækja SAS slóðina til að geta sent inn skrárnar á réttan stað.

 1.  farðu á http://protection.office.com og notaðu 365 kerfisaðgang til að skrá þig inn.
 2. Farðu í “Data Governance” og “Import” flipann
  • Mundu samt að áður en þú getur flutt inn .pst þá þarftu að hafa leyfi til að flytja inn gögn. Það er ekki sjálfgefið að admin hafi þessi réttindi svo þú skalt byrja strax á að gefa þessi réttindi því töluverður tími getur lið frá því að réttindin eru gefin og þar til þú getur byrjað að flytja inn gögn.
  • Opnaðu exchange í Amin center https://login.microsoftonline.com
  • Veldu Permissions flipann
  • Smelltu á “Organization Management” veldu edit (blýantin)
  • Finndu “Roles” smelltu á + og bættu “Mailbox Import Export” hlutverkinu við og smelltu á OK
  • Finndu “Members” og veldu + og settu sjálfan þig í hópinn veldu OK og Save.
 3. Á Import flipanum geturðu svo þegar öll leyfi eru klár smellt á “+ New import job
 4. Skrifaðu nafn til á verkið sem þú ert að stofna (bara litlir stafir, engir sér íslenskir og engar eyður) og veldu “Next“.
 5. Á forminu sem birtist veldu þá “Upload your data” nema þér langi að senda harðan disk til Microsoft og bíða þangað til þeir eru búnir að skoða hann 🙂 veldu “Next
 6. Næsta skref er að afrita “SAS URL” smelltu á “Show network upload SAS URL” afritaðu svo slóðina þegar hún birtist.
 7. Opnaðu Azure Storage Explorer, smelltu á “Add an account” veldu “Use ahared access signature (SAS) Url” og límdu slóðina inn og veldu “Connect“.
 8. Næst í Azure storage explorer smelltu “Upload” og veldu “Upload files…
   


finndu skrárnar sem þú varst búinn að flytja út. Það er kannski ekki úr vegi að búa til möppur í leiðinni, til að aðskilja til dæmis archive skrár….+

 

 1. Á meðan þú ert að senda inn skrárnar þá er ágætt að útbúa csv skjalið sem segir til um hvað skal gera við skrárnar sem var verið að senda inn.
 2. Opnaðu til dæmis Notepad++ og búðu til nýja skrá sem heitir til dæmis import.csv í skránni þurfa að vera línur sem segja til um hvern notanda/skrá fyrir sig, hér fyrir neðan fer svo dæmi um línu sem ætti að skýra sig sjálf…. Fremst í línunni er “exchange” það segir til um hver framkvæmir vinnsluna, mappa stendur fyrir nafnið á möppunni sem ég bjó til við innflutninginn,næst kemur nafnið á .pst skránni, svo er það netfangið sem skráin á flytja gögnin í, FALSE stendur fyrir að þetta er ekki archive skrá. / stendur fyrir að þetta á að fara í rót pósthólfsinns og elta þær möppur sem eru innifaldar, restinn er óþarfi fyrir einfaldan innflutning en kommurnar þurfa að vera fyrir hendi.
 3. Exchange,mappa,gaur.pst,gaur@len.is,FALSE,/,,,,
 4. Næst merkir þú svo við “I’m done uploading files” og “I have access to mapping file” og velur next.
 5. Á næstu síðu velurðu svo skránna sem þú varst búinn að búa til og “Validate” þegar skráin hefur verið sannprófuð geturðu valið save
 6. Eftir að verkið er vistað þá fer fram smá skoðun á verkinu, þú getur svo haldi áfram þegar “Analysis completed” notaðu “refresh” takkann til að sjá hvernig gengur.
 7. Þegar sem sagt “Analysis compleated” þá birtist tengill “Ready to import to Office 365” sem þú smellir auðvitað strax á og velur svo takkann sem segir “Import to Office 365
 8. Þá opnast síða sem hjálpar þér að sía  gögnin, það er bla bla fyrir mér, soldið verið að reyna að selja þér “Archive” þannig að mitt val er lang oftast “No, I want to import everything
 9. Svo ætti verkið bráðum að fara af stað 🙂

Afritun Hyper-V

Stundum virðist eins og forritarar nenni bara ekki að gera manni lífið aðeins þægilegra:-(

Til dæmis þegar Veeam gefur manni óljós villuboð til dæmis:
Guest processing skipped (check guest OS VSS state and hypervisor integration components version),sem er ansi hreint almennt og KB greinin langur lestur um hvaða uppfærslur eigi að setja inn fyrir viðkomandi gesta-stýrikerfi
Í staðin fyrir einfaldlega að birta villuboðin frá Hyper-V hýslinum sem eru kannski eitthvað á þessa leið:
‘VM’: The Virtual machine  cannot be hot backed up since it has one or more volumes with differencing areas located on different volumes, sem er ansi mikið einfaldara og hnitmiðaðra og lausnin kannski 5 mínútna uppfletting og aðgerð, fremur en allskonar vesen með uppfærslur og aðrar getgátur.

Lausn:
Opna cmd og gefa skipunina “vssadmin list shadowstorage” og bera saman annars vegar ” Shadow Copy Storage association For volume” og “Shadow Copy Storage volume“.
Ekki veit ég af hverju en stundum þá ruglast þetta og maður sér shadow fyrir drif H: liggja á drifi I:
þá er bara að aftengja H frá I með skipuninni “vssadmin Delete ShadowStorage /For=H: /On=I:”
og búa svo nýtt fyrir H á H:
með skipuninni “vssadmin Add ShadowStorage /For=H: /On=H: /MaxSize=900MB

 

 

HW time

Notað með easy fix frá microsoft

 • Sækja skránna frá Microsoft niðurhal eða notið viðhengið
 • opna forritið
 • setja inn þjóna
 • 0.is.pool.ntp.org,0x1 1.europe.pool.ntp.org,0x1 3.europe.pool.ntp.org,0x1
 • þjónar siðast skráðir (6.6.16)

Handvirka útgáfan á þessu myndi svo vera:

 • opna regedit
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\Parameters\Type
 • breyta Type (value) í NTP
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\Config\AnnounceFlags
 • Breyta AnnounceFlags (value) í 5
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\TimeProviders\NtpServer
 • Breyta NtpServer (value) í 1
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\Parameters
 • Breyta NtpServer (value) í 0.is.pool.ntp.org,0x1 1.europe.pool.ntp.org,0x1 3.europe.pool.ntp.org,0x1
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\TimeProviders\NtpClient\SpecialPollInterval
 • Breyta SpecialPollInterval (value, decimal) í 900
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\Config\MaxPosPhaseCorrection
 • Breyta  MaxPosPhaseCorrection (value, decimal) í 1800
 • HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\W32Time\Config\MaxNegPhaseCorrection
 • Breyta MaxNegPhaseCorrection (value, decimal) í 1800
 • endurræsa w32time = net stop w32time && net start w32time

WSUS apppool

Stundum er WSUS leiðinlegur er að frjósa og hanga af því maður tímir ekki að eyða vélbúnaði í hann:)
það er hægt að minnka tregðuna með því að eiga pínu við applicationpool-ið, hér fyrir neðan er c.a. það sem hefur gefist mér best

Advanced settings of WsusPool:

QueueLength:  25000

Service Unavailable” Response Type:  TcpLevel

Failure Interval (minutes): 30

Maximum Failures: 60

Private Memory Limit (KB): 4000000

Shared mailbox Exchange 2013

Hvurn fjandann gerir maður þegar það er ekkert í exchange ecp sem gerir manni kleift að búa til sameiginlegt pósthólf.
Maður fer þá auðvitað fjallabak í þessu:

 1. Stofna notanda í AD (læsa á lykilorðabreytingu)
 2. Búa til netfang í exchange ecp
 3. Breyta user netfanginu í shared netfang í ems
 4. Get-Mailbox -Identity notandi@innanhusslen.local | Set-Mailbox -Type Shared

KIOSK mode fyrir ávextina

Að er sem sagt hægt að nota ipad sem kiosk… stimpilklukka og svoleiðis
til að þetta sé mögulegt þarf auðvitaða að afvirkja home takkann sem hægt er að gera með því að installa þessari config skráAppLock

En gerið ykkur samt strax grein fyrir að það er smá vesen að eyða þessu út aftur, og það þarf sérstakt app/forrit til að framkvæma það sem heitir “iPhone Configuration Utility”

 

 

Direct Access : IPv6 is disabled. Contact your admin for help

Þetta virkaði pínu eins og eitthvert rugl, þegar ég var búinn að leita á öllum mögulegum netkortum og búinn að staðfesta að IPV6 væri kveikt.
Þar sem þetta er einungis einn notandi sem hagar sér svona þá fannst mér líklegast að þetta lægi í viðkomandi vél og hvað er betra heldur en annað að fela skrýtnar bilanir/tilvísanir auðvitað registy-ið.
Þá var bara að finna út hvernig maður óvirkjar IPV6 með regedit og það tók ekki langan tíma:

\HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\TCPIP6\Parameters”

Undir þessum lykli á að finnast DWORD lykill sem heitir DisabledComponents  til að ekkert sé óvirkjað í IPV6 þá þarf hann að innihalda 0.
Og að sjálfsögðu þarf restart eftir aðgerðina.