Þetta virkaði pínu eins og eitthvert rugl, þegar ég var búinn að leita á öllum mögulegum netkortum og búinn að staðfesta að IPV6 væri kveikt.
Þar sem þetta er einungis einn notandi sem hagar sér svona þá fannst mér líklegast að þetta lægi í viðkomandi vél og hvað er betra heldur en annað að fela skrýtnar bilanir/tilvísanir auðvitað registy-ið.
Þá var bara að finna út hvernig maður óvirkjar IPV6 með regedit og það tók ekki langan tíma:

\HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\TCPIP6\Parameters”

Undir þessum lykli á að finnast DWORD lykill sem heitir DisabledComponents  til að ekkert sé óvirkjað í IPV6 þá þarf hann að innihalda 0.
Og að sjálfsögðu þarf restart eftir aðgerðina.