Stundum virðist eins og forritarar nenni bara ekki að gera manni lífið aðeins þægilegra:-(

Til dæmis þegar Veeam gefur manni óljós villuboð til dæmis:
Guest processing skipped (check guest OS VSS state and hypervisor integration components version),sem er ansi hreint almennt og KB greinin langur lestur um hvaða uppfærslur eigi að setja inn fyrir viðkomandi gesta-stýrikerfi
Í staðin fyrir einfaldlega að birta villuboðin frá Hyper-V hýslinum sem eru kannski eitthvað á þessa leið:
‘VM’: The Virtual machine  cannot be hot backed up since it has one or more volumes with differencing areas located on different volumes, sem er ansi mikið einfaldara og hnitmiðaðra og lausnin kannski 5 mínútna uppfletting og aðgerð, fremur en allskonar vesen með uppfærslur og aðrar getgátur.

Lausn:
Opna cmd og gefa skipunina „vssadmin list shadowstorage“ og bera saman annars vegar “ Shadow Copy Storage association For volume“ og „Shadow Copy Storage volume„.
Ekki veit ég af hverju en stundum þá ruglast þetta og maður sér shadow fyrir drif H: liggja á drifi I:
þá er bara að aftengja H frá I með skipuninni „vssadmin Delete ShadowStorage /For=H: /On=I:“
og búa svo nýtt fyrir H á H:
með skipuninni „vssadmin Add ShadowStorage /For=H: /On=H: /MaxSize=900MB