Smá vandamál sem tengist „Cumlative Update for Windows 10 í ágúst 2016“ KB3176493

Reikningar í tví eða þríriti skila sér ekki, það er að segja auka afritin skila sér ekki en fyrsta eintakið prentast út á eðlilegann hátt.

Vandamálið tengist öryggisuppfærslu á kernel mode reklum í Windows (MS16-098).

Eina leiðin til að lagfæra þetta í bili er að fjarlægja KB3176493og  fela hana í kjölfarið til að hindra að hún fari inn aftur, Microsoft hefur varað við þessu vandamáli og vinnur að lausn vandans en á meðan staðan er þannig þá þurfum við eins og áður segir að fjarlægja uppfærsluuna og koma í veg fyrir að hún fari inn aftur. Það gerum við á eftirfarandi hátt:

  1.  Hægrismella á Start og velja „Program and Features“  smellið á „Installed Updates„.
    Installed Updates
  2.  Finnið KB3176493 og veljið Uninstall.
    Uninstall
  3.  Næst þarf svo að sækja „wushowhide.diagcab“ það er hægt að gera hjá Microsoft eða hjá okkur wushowhide.diagcab (muna að það þarf að taka .zip endingunna af skránni eftir niðurhal).
  4.  Opnið skránna sem var sótt í síðasta skrefi og veljið „Advanced“ (neðarlega vinstra meginn í forritinu).
    Show Hide Uppdates
  5.  Nú þarf að taka hakið úr „Apply repairs automatically“ veljið svo „Next„.
    Apply repairs automatically
  6.  Næst veljið „Hide Updates„.
    Show/Hide
  7.  Þegar  forritið hefur athugað með tiltækar uppfærslur þá veljið viðkomandi uppfærslu „Cumlative Update for Windows 10 í ágúst 2016KB3176493 veljið „Next„.
    KB3176493
  8.  Veljið „Next“ verið viss um að það sé hakað við „Hide Updates“ og að rétt uppfærsla sé valinn.
    Hide Updates
  9.  Skoðið niðurstöðuna og lokið svo forritinu, nú er búið að hindra að viðkomandi uppfærsla fari inn aftur.
    Capture8